© 2025 Tix Miðasala
N1 Höllin
•
30. desember
Miðaverð frá
11.900 kr.




Síðasti Sjens 2025 - Stórtónleikar
Les Freres Stefson í samstarfi við Thule léttbjór, Nova, N1 og Xpeng kynna: Retro Stefson á stórtónleikunum Síðasti Sjens 2025!
Húsið opnar kl. 19:30, upphitun hefst kl. 20:00 og Retro Stefson fer á svið kl. 22:00 . Skipta þarf þessum miða í armband og verður hægt að gera það í Fjósinu við N1 höllina frá kl. 17:00 á tónleikadag. Einnig verður hægt að sækja armband á Prikið í Bankastræti 29. desember frá kl. 12 til 18. Mætið síðan tímanlega til að forðast langa bið við N1 höllina.
Sérstök forsala í gegnum Nova appið hefst þriðjudaginn 8. júlí kl. 10
Það verður blásið til sannkallaðrar gleðisprengju í N1 höllinni á Hlíðarenda þann 30. desember nk. þegar Retro Stefson loka árinu á stórtónleikunum Síðasti Sjens 2025. Tónleikarnir í N1 höllinni í fyrra voru að mati margra tónlistarviðburður ársins og verður engu til sparað við að gera Síðasta Sjens 2025 að jafn eftirminnilegum viðburði. Það verða stigin ófá sporin í þessari veislu og drungi og leiðindi verða víðsfjarri!
Miðasala hefst miðvikudaginn 9. júlí kl. 10 á tix.is. Handhafar Nova appsins geta tryggt sér miða í sérstakri Nova forsölu sem hefst þriðjudaginn 8. júlí kl. 10. Tryggið ykkur miða í tíma – það var uppselt í fyrra og komust færri að en vildu.
Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð, leyfilegt er að koma í fylgd með forráðamanni.

