Pálmi Gunnarsson... & Hipsumhaps

Harpa

27. september

Miðaverð frá

7.990 kr.

Þann 27. september næstkomandi snúa Pálmi Gunnarsson og Hipsumhaps bökum saman á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni …& Hipsumhaps þar sem kynslóðir sameinast í tónum og tali.

„Árið 1996 kom stórlaxinn Pálmi Gunnarsson í veiðihús við Selá á Vopnafirði. Þessi sanni alþýðumaður sá sér fært milli holla að skutla syni kokksins í sund. Nú, tæpum 30 árum síðar, stíga þeir saman á svið. Stórlaxinn og sonur kokksins. Við höfum sett saman frábæran lagalista með lögum úr smiðju hvors annars sem mun ekki skilja neinn ósnortinn. Allt í þágu gleðinnar.“

- Fannsi, Hipsumhaps

Hljómsveit kvöldsins skipa:

Pálmi Gunnarsson – söngur og bassi

Fannar Ingi Friðþjófsson – söngur og gítar

Bergur Einar Dagbjartsson – trommur

Kristinn Þór Óskarsson – gítar

Ólafur Alexander Ólafsson – bassi og gítar

Tómas Jónsson – hljómborð

Tumi Árnason – saxófónn

Ekki láta þessa kvöldstund framhjá þér fara. Tryggðu þér miða strax í dag.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger