Dýrð í Fagraskógi

Menningarfélag Akureyrar

16. ágúst

Miðaverð frá

3.500 kr.

Þúsund Þakkir heldur Tískusýningu II – Dýrð í Fagraskógi.

Sumarlistamaður Akureyrar og Fatahönnuðurinn Guðmundur Tawan stendur að baki verkefninu Dýrð í Fagraskógi, Verkefnið sækir innblástur í Hjarta Akureyrar, ljóðræna rómantík Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og náttúrusögum Jóns Árnasonar. Útkoman er ævintýri sem gerist á Akureyri – þar sem blóm, hjörtu, fuglar og dýr úr íslenskum náttúrusögum fléttast saman.

Á sýningunni verða eingöngu kvennaföt og fá áhorfendur að sjá vefnað, prjón, handsaum, klæðskera og kjólasaum í einstökum flíkum.

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger