Suor Angelica í flutningi Gjallanda

Tónlistarskóli Garðabæjar

11. júlí

Sviðslistahópurinn Gjallandi setur upp Suor Angelica eftir Giacomo Puccini í sal Tónlistarskóla Garðabæjar 9. og 11. júlí klukkan 20:00!

Gjallandi samanstendur af ungum söngkonum sem kynntust í söngnámi við Listaháskóla Íslands. Þær eru allar útskrifaðar þaðan í dag og eru allar starfandi við tónlist eða í áframhaldandi námi.

Óperan Suor Angelica er ópera úr þríleik Puccinis; Il Trittico, og er því bara einn þáttur, klukkustund að lengd. Hún á sér stað í 17. aldar klaustri á Ítalíu og fjallar um nunnur og aðstandendur þeirra. Sagan er af Suor Angelica (systir Angelica) sem verður send í klaustur eftir að hafa eignast barn utan hjónabands. Hún hefur verið í klaustrinu í sjö ár þegar frænka hennar kemur í fyrsta sinn í heimsókn, og þá með þungar fréttir. Óperan á sér stað yfir einn dag, maður sér og heyrir morgunsöng nunnanna og þeirra daglegu störf - þar til frænkan kemur í heimsókn þegar fer að kvelda. Suor Angelica sést vinna úr fréttunum sem frænkan færir og endar óperan á söng englakórs. Þetta er mögnuð ópera sem í einfaldleika sínum leikur á allan tilfinningaskalann, maður fer úr hlátri yfir í grátur.

Í Gjallanda eru þær:

Anne Keil

Ásta Sigríður Arnardóttir

Bryndís Ásta Magnúsdóttir

Kristrún Guðmundsdóttir

Margrét Björk Daðadóttir

Ragnheiður Petra Óladóttir

Steinunn María Þormar

Píanisti: Ólína Ákadóttir

Aðalstyrktaraðili óperunnar er Hvatningarsjóður Ungs Listafólks í Garðabæ.

Verkefnið hlaut einnig styrk úr menningarsjóð FÍH.

Frekari upplýsingar: https://www.instagram.com/gjallandi?igsh=c3Vnc3V1dmY5YW5k&utm_source=qr

Næstu sýningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger