© 2025 Tix Miðasala
Félagsheimili Patreksfjarðar
•
29. - 30. ágúst
Miðaverð frá
5.000 kr.
Blús milli fjalls og fjöru – Patreksfjörður 2025
29. og 30. ágúst. 2025
Tónlistarveisla við vestfirsku ströndina
Blúshátíðin snýr aftur með krafti og dýpt – viðburður sem enginn tónlistaráhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara. Tvær nætur af tónlist, tilfinningum og lifandi stemningu í náttúruperlunni Patreksfirði.
Dagskrá og listamenn:
Föstudagur 29. ágúst
Rúnar Eff Rúnarsson
Rúnar Eff, eða Rúnar Freyr Rúnarsson, er norðlenskur tónlistarmaður sem hefur vakið athygli fyrir kraftmikla blöndu af kántrí, rokki og blús. Hann hefur starfað sem trúbador og komið fram á fjölmörgum tónleikum um land allt. Rúnar hefur einnig tekið þátt í Söngvakeppninni og gefið út lög sem hafa hlotið góðar viðtökur. Með einstaka sviðsframkomu og hér er hann með hljómsveit sinni.
Beggi Smári og blúsband
Beggi Smári er margreyndur tónlistarmaður og einn ástsælasti blúsgítarleikari Íslands. Hann er þekktur fyrir kraftmikla spilamennsku, tilfinningaríka túlkun og ástríðu fyrir blúsnum. Með blúsbandinu sínu færir hann áhorfendum lifandi stemningu sem sameinar hefðbundinn blús, rokkandi kraft og sveitt sólgleraugnastemning. Beggi kom árið 2020 til okkar en margt hefur breyst síðan og mikill fengur að fá þennan mikla blúsara aftur vestur.
Laugardagur 30. ágúst:
CC Fleet Blues Band
Reynd blúshljómsveit sem flytur kraftmikinn blús með áhrifum úr funk, soul og rokki. Þeir hafa komið fram á ýmsum blúshátíðum og lofað dansvænu og líflegu kvöldi þar sem blúsinn fær að njóta sín til fulls.
Gildran
Gildran er hljómsveit með langa og litríka sögu sem spannar nokkra áratugi. Sveitin var stofnuð árið 1985 og fefur sína sterka sérstöðu. Og sérstakan hljóm .Tónlist Gildrunnar er blanda af þjóðlagatónlist, rokki og blús, þar sem íslenskir textar og tilfinningaþrungin túlkun fá að njóta sín. Gildran á núna lag sem fer hratt upp vinsældarlista sem heitir Staðfastur stúdent Hljómsveitin hefur komið fram með og hitað upp fyrir nöfn á borð við Status Quo, Nazareth Uriah Heep og Jethro Tull og skapað sér tryggan aðdáendahóp í gegnum tíðina. Á Blús milli fjalls og fjöru 2025 stígur Gildran aftur á svið með krafti og reynslu sem aðeins áratuga samspil getur fært – lokaatriði laugardagsins sem enginn má missa af.
Miðasala fer fram á tix.is
Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Blús milli fjalls og fjöru
Miðaverð:
5000 kr hvert kvöld
8500 kr. bæði kvöldin