Ljós í myrkri

Menningarfélag Akureyrar

2. apríl

Miðaverð frá

9.900 kr.

Eftir að Akureyringurinn og kvikmyndatónskáldið Atli Örvarsson sagði skilið við hljómsveitarlífið á Íslandi fór hann erlendis og stundaði nám í hinum virta Berklee háskóla með höfuðáherslu á kvikmyndatónlist. Í beinu framhaldi kláraði hann mastersnám í North Carolina School of Arts. Síðan þá hefur hann samið og útsett tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti við mjög góðan orðstír og er hann í dag einn eftirsóttasta kvikmyndatónskáld í heiminum í dag. Hann hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og í lok apríl 2024 fékk hann  Bafta verðlaunin fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Silo sem sýndir eru á sjónvarpsveitu Apple, Apple TV+.

Í fyrsta sinn á Íslandi mun fyrsti þáttur Silo vera sýndur á bíótjaldi þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun spila undir. Hljómsveitarstjóri er Atli sjálfur.

Einnig mun Ljós í myrkri, nýtt verk eftir Atla verða frumflutt.

Kór Akureyrarkirkju verður Sinfóníuhljómsveitinni til stuðnings ásamt Þórhildi Örvarsdóttir.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger