© 2025 Tix Miðasala
Hinsegin Dagar
•
8. ágúst
Hinsegin dagar kynna, kvöldstund sem á eftir að láta hláturtaugarnar finna fyrir því.
Hina stórkostlegu og sprenghlægilegu Fortune Feimster þarf varla að kynna, grínisti, leikkona, uppistandari, icon og svo mætti lengi telja! Fortune er búin að vera á ferðalagi með sýninguna sína Taking Care of Biscuits og nú eru Hinsegin dagar í Reykjavík búin að fá hana til að koma með sýninguna til Íslands!
Fortune verður þó ekki ein til þess að láta okkur veltast um af hlátri en ein helsta dragdrottning íslands Faye Knús mun stíga á stokk ásamt því að vera sérlegur veislustjóri og kynnir. Svo munu Sóley Kristjáns og Sindri Sparkle einnig hita okkur upp og sjá til þess að við byrjum kvöldið með stæl!
Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.
Til að fá miða fyrir fylgdarmanneskju er hægt að senda póst á info@tix.is