Ungir einleikarar 2026 - Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóní­uhljóm­sveit Íslands

24. apríl

Miðaverð frá

2.990 kr.

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljómsveitarstjóri: Baldur Brönnimann

Einleikarar:

Halldóra Ósk Helgadóttir, söngur

Lilja Hákonardóttir, flauta

Matthildur Traustadóttir, fiðla

Mariann Rähni, píanó

Efnisskrá

W.A. Mozart Vorrei spiegarvi, oh dio

Leonard Bernstein Glitter and be Gay úr Candide

Giacomo Puccini Quando m'en vo úr La Bohéme

Franz Lehár Einer wird kommen úr Der Zarewitsch

Jacques Ibert Flautukonsert

Alexander Glazunov Fiðlukonsert í A moll, Op. 82

George Gershwin Píanókonsert í F-dúr

Á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem bera yfirskriftina Ungir einleikarar, kynnumst við nokkrum af björtustu framtíðarstjörnum íslenskrar tónlistar.

Tónleikarnir eru sannkölluð uppskeruhátíð, þar sem sigurvegarar í einleikara- og einsöngskeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands stíga á svið með hljómsveitinni. Andrúmsloftið á þessum tónleikum er jafnan einstakt og eftirvæntingin mikil þegar ungu tónlistarfólki gefst færi á að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn, á glæsilegasta tónleikasviði landsins í Eldborg.

Hljómsveitarstjóri að þessu sinni er hinn svissneski Baldur Brönnimann sem er aðalstjórnandi og listrænn stjórnandi Konunglegu fílharmóníusveitarinnar og tónlistarháskólans í Galisíu á Spáni. Hann leggur mikla áherslu á fræðslustarf og vinnur reglulega með ungu fólki; heldur meistaranámskeið og vinnur með æskulýðshljómsveitum víða um heim.

Einleikarakeppnin fer fram í byrjun árs 2026 og verða nöfn sigurvegaranna birt á vef hljómsveitarinnar þegar úrslit liggja fyrir.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger