© 2025 Tix Miðasala
Þjóðleikhúsið
•
15. - 29. nóvember
Miðaverð frá
5.500 kr.
Jólaævintýri leikhúsálfanna
Falleg og skemmtileg fjölskyldusýning um kærleiksboðskap jólanna og barnið innra með okkur öllum.
Leikhúsálfarnir Bergrós og Bergsteinn hafa verið að skottast um Þjóðleikhúsbygginguna allt frá því að leikhúsið var opnað um miðja síðustu öld. Þau hafa fylgst með æfingum, horft á leiksýningar, leikið sér með búninga og leikmuni, og heillast af töfrum leikhússins. Nú loksins eru þau tilbúin til að sýna sína eigin leiksýningu!
JÓL Í HJARTA – PRAKKARAR – LEIKHÚSTÖFRAR
Jólaævintýri leikhúsálfana er fyndið og fjörugt - en ekki síður spennandi! Það gerist á aðventunni í eldgamla daga og fjallar um munaðarlaust og villuráfandi barn sem hyggst leita skjóls á sveitabæ einum. En heppnin er sannarlega ekki með barninu, því að á bænum ræður hún Skrugga ríkjum, og hún er skelfilega nísk, geðvond og illskeytt. Úti geisar stórhríð og jólakötturinn sveimar soltinn um. Eitthvað verður að gera til að bjarga barninu, færa því ljós og yl, gleði og kærleika, og hleypa hinum sanna jólaanda inn í híbýli Skruggu - og hjarta!
Leikarar: Hallgrímur Ólafsson, Katla Njálsdóttir, Örn Árnason og fleiri.
eftir Matthías Tryggva Haraldsson og Melkorku Teklu Ólafsdóttur
Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson
Leikmynd og búningar: María Th. Ólafsdóttir