© 2025 Tix Miðasala
Þjóðleikhúsið
•
31. maí
Miðaverð frá
0 kr.
Glæpsamlegur gamanleikur
39 þrep eftir Patrick Barlowe er byggt á kvikmynd eftir Alfred Hitchcock og skáldsögu eftir John Buchan. Þetta er spennugamanleikur sem segir frá Richard Hannay sem sogast inn í æsispennandi atburðarás þar sem morð, njósnarar, brjálaðir prófessorar, Skotar og vitaskuld íðilfagrar konur koma við sögu.
Í verkinu eru 139 hlutverk en þau eru leikin af fjórum konum.
Leikarar og hlutverk Ásta Þórisdóttir (Richard Hannay), Esther Ösp Valdimarsdóttir (Anna Bella Schmidt, Pamela Margaret, frú Jordan og útvarpsþulur), Kristín Anna Oddsdóttir (prófessor, bóndi, mjólkurpóstur og óteljandi fleiri hlutverk) Anna Karen Amin Kolbeins (Herra Glöggur, sýslumaður, sætavísa og óteljandi fleiri hlutverk).
Listrænn stjórnandi Eyvindur Karlsson