Silva & Steini

IÐNÓ

22. júní

Miðaverð frá

2.000 kr.

Silva & Steini

Allt frá því að Silva Þórðardóttir (söngur) og Steingrímur Teague (söngur, hljómborð) hittust fyrst yfir eplaköku og svörtu kaffi hafa þau lagt sig eftir því að draga fram hið mannlega, brothætta –– og örlítið myrka ––í söngbók jazzins.

Platan More Than You Know kom út árið 2022 við fádæma undirtektir, en lögum af henni hefur nú verið streymt um sex milljón sinnum. Síðustu jól kom svo út platan Christmas with Silva and Steini, og ný skífa er væntanleg síðar á þessu ári.

Á tónleikum er lagt uppúr sterkri nánd og hljóðan radda, en píanó- og wurlitzerleikur Steingríms er allur með mýksta og hljóðasta móti, þó að vissulega sé stundum gefið örlítið í.

Silva Þórðardóttir nam jazzsöng í Tónlistarskóla FÍH, og gaf út standardaplötuna Skylark árið 2019. Hún hefur síðan sungið með mörgum fremstu jazzflytjendum landsins,hefur hlotið þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir jazzsöng, og kemur reglulega fram með söngvarasamsteypunni Jazzkonum.

Steingrímur Teague er í mýgrút íslenskra hljómsveita, en er líklega þekktastur fyrir að syngja og spila á hljómborð í Moses Hightower. Hann hefur sömuleiðis hlotið klöpp á bakið fyrir hitt og þetta tónlistartengt, m.a. tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir jazzsöng.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger