HÁTÍÐ GEGN LANDAMÆRUM

IÐNÓ

11. júlí

Sala hefst

13. maí 2025, 10:00

(eftir 4 daga)

HÁTÍÐ GEGN LANDAMÆRUM – KVÖLD ANDSPYRNU, SAMSTÖÐU & TÓNLISTAR

Markmið hátíðarinnar er að skapa vitundarvakningu um réttindabaráttu fólks á flótta og þeirri stöðu sem það býr við, bæði á Íslandi og um allan heim. Fólk á flótta eru manneskjur með rödd, líf og rétt til ferðafrelsis og öryggis.

Um er að ræða ógleymanlega hátíð þar sem tónlist og aktivismi sameinast.

Búast má við kröftugum tónleikum og helvíti góðri stemningu!

16 ár og 10 mánuðir hafa liðið síðan hópur aktivista hljóp út á flugbrautina í Keflavík til að stöðva brottvísun flóttamannsins Paul Ramses. Það var neistinn sem kom hreyfingunni okkar af stað – og baráttan er langt frá því að vera búin.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hátíðina á samfélagsmiðlum No Borders Iceland.

Lengi lifi byltingin!

Engin manneskja er ólögleg!

Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger