Magnús Jóhann í Fríkirkjunni, Hafnarfirði

Fríkirkjan í Hafnafirði

22. maí

Miðaverð frá

3.900 kr.

Magnús Jóhann í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

Í ár ætla ég að vera duglegri við að halda einleikstónleika, spila eigin tónlist og gera tilraunir með hana. Kirkjur landsins eru kjörinn vettvangur til þess og ég hóf leika á heimaslóðum í Árbæjarkirkju. Næst á dagskrá er Hafnarfjörður. Þann 22. maí nk ætla ég að halda einleikstónleika í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, leika valin lög af flestum hljómplötum mínum og nokkur af mínum uppáhalds verkum eftir aðra. Flygillinn verður mér við hönd auk nokkurra traustra hljóðgervla. Tónleikarnir hefjast kl 20:00, miðaverð er 3.900 kr og húsið opnar hálftíma fyrir tónleika. Hlakka til að sjá ykkur sem flest!

Magnús Jóhann Ragnarsson hefur frá árinu 2015 hefur verið mjög virkur sem tónlistarflytjandi, tónskáld og upptökustjóri en hann hefur leikið inná hundruði hljóðrita og kemur fram á fjölmörgum tónleikum á ári hverju. Moses Hightower, Friðrik Dór, Bríet, Aron Can og Bubbi Morthens eru dæmi um samsstarfsaðila hans en sjálfur hefur Magnús gefið út fjölda sólóplatna og tvær stuttskífur. Auk þeirra gaf hann út dúóplöturnar Án tillits 2021, með Skúla Sverrissyni, Tíu íslensk sönglög 2022 og Nokkur jólaleg lög 2024 með GDRN auk Fermented Friendship með Óskari Guðjónssyni 2024. Magnús Jóhann var valinn tónlistarflytjandi ársins í opnum flokki á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2023 og 25’ og er einn af stofnendum tónlistarhátíðarinnar State of the Art. Hann var tilnefndur í fjórum flokkum til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2025 og til Edduverðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Ljósvíkingar.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger