© 2025 Tix Miðasala
Bátahúsið
•
4. júlí
Miðaverð frá
3.000 kr.
?Hljómsveitin Brek leikur aðallega frumsamda, alþýðuskotna tónlist undir áhrifum úr ýmsum áttum. Hljómsveitin tvinnar saman mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar og leggur áherslu á fjölskrúðugt íslenskt tungutak í textum sínum. Hljómsveitin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki þjóðlagatónlistar tvö ár í röð og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist árið 2022 fyrir sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni. Brek skipa: Harpa Þorvaldsdóttir píanó, söngur, Jóhann Ingi Benediktsson gítar, söngur, Guðmundur Atli Pétursson mandólín og Sigmar Matthíasson kontrabassi