Lögin heim og heiman

Bátahúsið

4. júlí

Miðaverð frá

3.000 kr.

?Hljómsveitin Brek leikur aðallega frumsamda, alþýðuskotna tónlist undir áhrifum úr ýmsum áttum. Hljómsveitin tvinnar saman mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar og leggur áherslu á fjölskrúðugt íslenskt tungutak í textum sínum. Hljómsveitin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki þjóðlagatónlistar tvö ár í röð og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í þjóðlaga- og heimstónlist árið 2022 fyrir sína fyrstu plötu, sem er samnefnd sveitinni. Brek skipa: Harpa Þorvaldsdóttir píanó, söngur, Jóhann Ingi Benediktsson gítar, söngur, Guðmundur Atli Pétursson mandólín og Sigmar Matthíasson kontrabassi

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger