© 2025 Tix Miðasala
Siglufjarðarkirkja
•
4. júlí
Vökukonur, ljósmæður, völvur og nornir. Svissneska tríóið TRËI syngur söngva kvenna, sem setið hafa við hvílu lifenda og dauðra um aldir. Kráka, hrafn og skjór eru aldrei langt undan í söngvum þeirra og frásögnum; segja ýmist fyrir um styrjaldir eða færa mönnum gleðifréttir. Tónlistin ber okkur um meginland Evrópu, til Mið-Austurlanda og Bretlandseyja þar sem konur af öllum stigum segja sögu sína.
Abélia Nordmann - söngur
Gizem Samsek - söngur
Mara Miribung - selló og söngur.
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði