© 2025 Tix Miðasala
Hof
•
7. júní
Miðaverð frá
4.900 kr.
Magnaði Mendelssohn: Rómantík og ástríða.
Fiðlukonsert í E moll - sem er talinn sá fallegasti í heimi,
Einleikari: Helga Diljá Jörundsdóttir.
Hebrides forleikurinn
Sviðsmúsík við Jónmessunótt Shakespeares - sem oft heyrist oft í tengslum við brúðkaup sem brúðarmars.
Aría úr Elíasi
Einsöngvari: Reynir Gunnarsson
Stjórnandi: Michael Jón Clarke
Felix Mendelssohn (Bartholdy) er talinn hafa verð einn mesti tónsnillingur allra tíma. Undrabarn sem á sinni stuttu 38 ára æfi samdi eina fallegustu tónlist veraldar. Jafnvel önnur tónskáld kölluð hann "hinn nýja Bach" m.a. Liszt, Schumann og Berlioz. Hljómsveit Akureyrar flytur best þekktu tónverkin og ber þar helst að nefna Fiðlukonsert í e moll sem er talinn yndislegasti konsert allra tíma. Einleikari á fiðlu er hin kornunga Helga Diljá Jörundsdóttir sem var var meðal sigurvegara Ungra einleikara 2024 og Nótunnar 2023. Hún var valin til þátttöku í Voksenåsen Strings Talent Program 2024/2025. Hún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir hefjast á Hebrides forleiknum sem er annars þekkt undir nafninu Hellir Fingals. Kafli úr óratóríunni Elías verður fluttur af Reyni Gunnarssyni sem einsöngvara. Ítalska sinfónían með sínum sjóðheitu ítölsku áhrifum og svo tónlist við leikrit Shakespears sem heyrist oftast sem brúðarmars.
Hljómsveit Akureyrar býður öllum þeim sem hafa giftst á árinu að þiggja aðgöngumiða á tónleika sem brúðkaupsgjöf.
V_iðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar._
Aðrir styrktaraðilar eru: Sóknaráætlun SSNE, Stjórnarráð Íslands, Akureyrarbær, Tónlistarskólinn á Akureyri og KEA.
Aðeins um hljómsveitina: Hljómsveit Akureyrar er nýr vettvangur fyrir áhuga- og hljóðfæraleikara á svæðinu.
Hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika 11. desember 2023 í Akureyrarkirkju fyrir fullu húsi og var klappað lof í lófa. Aðgangur var ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum sem gengu til "Matargjafir á Akureyri og nágrenni".Hljóðfæraleikararnir voru á aldrinum 13-75 ára af ýmsum þjóðernum og sýndi að bakgrunnur þátttakenda var mjög mismunandi og allir tóku þátt sér til yndis og til að kynnast fólki með svipuð áhugamál.
Á vordögum 2024 hélt hljómsveitin Grieg tónleika styrkta af Verðandi listasjóði Menningarfélags Akureyrar í samvinnu við Áhugamannahljómsveit Reykjavíkur, Karlakór Akureyrar-Geysi og Karlakór Eyjafjarðar og ungum píanóleikara Styrmi Þey Traustasyni og var gerður góður rómur að.
Starfsemi hljómsveitarinnar einkennist fyrst og fremst af spilagleði og vinsamlegum samskiptum þátttakenda þar sem allir eru velkomnir á sínum forsendum.