© 2025 Tix Miðasala
Háskólabíó
•
24. maí
Miðaverð frá
3.000 kr.
SVoM ásamt Benna Hemm Hemm & Kórnum
Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar, Benni Hemm Hemm og Kórinn leiða saman hesta sína og blása til stórtónleika þann 24. maí í Háskólabíó. C-sveit SVoM undir stjórn Inga Garðars Erlendssonar, Kórinn og Benni Hemm Hemm ætla að flytja fyrstu plötu Benna Hemm Hemm sem fagnar einmitt tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir.
Platan sem ber heitið Benni Hemm Hemm vann plata ársins í flokki ýmis tónlist árið 2005 og var Benni Hemm Hemm valinn bjartasta voninn. Í umfjöllun Fréttablaðsins um plötuna sagði ”Benedikt Hermann Hermannson kom á óvart með þessari bráðskemmtilegu plötu þar sem hann blandaði saman lúðrasveitaleik og léttu poppi á óvæntan en afar áhrifaríkan hátt.”
Skólahljómsveit vesturbæjar og miðbæjar hefur getið sér gott orð undir líflegri stjórn Inga Garðars Erlendssonar. Hljómsveitin kemur víða fram á stórum og smáum viðburðum. Af nýlegum verkefnum sveitarinnar má nefna samstarf við hljómsveitina Sigur Rós, flutningur tónlistar í leikritinu Fíusól og í dansverki íslenska dansflokksins Hringir Orfeusar og annað slúður.
Kórinn var stofnaður í kringum verkefnið Ljósið og Ruslið sem sýnt var í Tjarnabíó við góðan orðstír á síðasta ári. Kórinn samanstendur af allskonar konum. Sumar eru tónlistarkonur og/eða hafa reynslu af því að syngja í kór. Aðrar eru dansarar og danshöfundar eða sviðslistakonur og enn aðrar eru bara forvitnar og framsæknar konur sem langaði að vera með. Svona stór kvennakór af svona ólíkum konum hefur mjög margt að segja við áhorfendur og áheyrendur sína. - „Hinn dýrðlegi kór sterkra persónuleika sem söng með Benna lét mig skynja fegurð hversdagsleikans af nýrri og áður óþekktri dýpt.“ - Sigrún Hrólfsdóttir
Er því um einstakan viðburð að ræða sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Almennt miðaverð er 3.000 kr. en í boði er að kaupa sérstaka styrktarmiða* sem renna í ferðasjóð SVoM en skólahljómsveitin stefnir á landvinninga á meginlandinu í sumar.
*Styrkarmiðinn gildir einnig sem almennur miði á tónleikana