Jón Jónsson - 40 ára

Harpa

1. nóvember

Sala hefst

2. júní 2025, 10:00

(eftir 1 viku)

Allt er fertugum fært og það ætlar Jón Jónsson að sanna með stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu laugardagskvöldið 1. nóvember. Tveimur dögum áður fagnar Jón fertugsafmæli sínu og því sannarlega tilefni til að blása til alvöru tónleikaveislu með tónlistarvinum og dyggum aðdáendum.

„Mig langar einfaldlega til að fagna afmælinu mínu á viðeigandi hátt. Að standa á sviðinu og spila lög með félögum mínum, segja misgóðar sögur og fá áhorfendur með mér í einlægt ferðalag er það skemmtilegasta sem ég geri og því gæti ég ekki verið spenntari fyrir þessari kvöldstund.“

Jón mun á sviðinu njóta liðsinnis framúrskarandi tónlistarfólks og saman munu þau, leika vel valin JJ lög. Þá hefur Jón verið duglegur í samstarfi við annað listafólk undanfarið og því aldrei að vita nema einhverjir gestir stígi á svið.

„Tónleikar eru í mínum huga liðsíþrótt þar sem samspil okkar á sviðinu og áhorfenda getur skapað eftirminnileg augnablik. Þau sem sótt hafa JJ tónleika í gegnum tíðina hafa aldrei valdið vonbrigðum og eitthvað segir mér að þessi stund verði sögulega góð hvað stemninguna varðar.“

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger