© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
11. maí
Miðaverð frá
2.000 kr.
Fjórir tónlistarmenn, með rætur í íslensku jaðar- og jazztónlistarlífi, sameinast í frumflutningi á plötunni Reykjavík Labyrinth – nýrri, hnitmiðaðri ferð um skáldað hugarástand borgarinnar í völundarkenndum spuna.
Platan er afrakstur sameiginlegrar vinnu:
Sölvi Kolbeinsson á saxófón og klarinett,
Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa,
Magnús Tryggvason Eliassen á trommur,
og Ari Árelíus sem leikur á gítar og samdi verkið.
Þrátt fyrir að tónsmíðarnar eigi sér einn höfund var öll útfærsla, hljóðheimur og framsetning mótuð í gegnum náið samspil hópsins – þar sem jafnvægi og sköpunarfrelsi ráða för.
Reykjavík Labyrinth er vitnisburður um samhljóm, traust og sameiginlega sýn fjögurra radda í íslenskri jazztónlist.