© 2025 Tix Miðasala
Tjarnarbíó
•
30. maí
Miðaverð frá
4.500 kr.
Þú veist aldrei hvað gerist næst!
Sirkusmolar er glæný sirkussýning úr smiðju Hringleiks. Sýningin er í kabarett stíl þar sem fremsta sirkuslistafólk landsins fléttar saman loftfimleikum, akróbatík, dansi, gríni og drama í gómsætan konfektkassa þar sem hver moli kemur á óvart.
Um er að ræða tilraunakennt hlaðborð sem enginn unnandi sirkuslista ætti að missa af, uppfull af nýjum og ferskum sirkusatriðum!
Sirkuslistafélagið Hringleikur var stofnað vorið 2018 af hópi sirkuslistafólks með það að markmiði að kynna Íslendinga fyrir fjölbreyttri sirkusmenningu og styrkja sirkusstarfsemi hérlendis. Hringleikur hefur staðið fyrir fjölda sýninga og verkefna, bæði sjálfstætt og í samstarfi við lista- og menningarhátíðir, sem og fjölbreyttar menningarstofnanir og sveitarfélög um allt land.
30. maí kl. 20:00
Verð: 4.500 kr.
Lengd verks: Um 60 mínútur.
Fyrir hvern: Alla aldurshópa, 9 ára og eldri.
Tungumál:
Sirkusmolar verður frumsýnt í Tjarnarbíó haustið 2025.
Viðburðurinn er hluti af sirkuslistahátíðinni Flipp Festival 2025. Hátíðin er skipulögð af sirkuslistafélaginu Hringleik.
Flipp Festival er styrkt af Barnamenningarsjóð og Reykjavíkurborg.
Flytjendur:
Nicole Maisey
Jón Sigurður Gunnarsson
Sally Cowdin
Thomas Burke
Bryndís Torfadóttir
Nick Candy
Bjarni Árnason
Alejandro Bencomo
Úlfgrímur Valgeirsson
Justyna Micota
Listræn ráðgjöf
Jóakim Meyvant Kvaran
Ljós og tækni
Juliette Louste