GAME ON Kría Aerial Arts

Tjarnarbíó

29. - 31. maí

Miðaverð frá

4.500 kr.

Hvar liggja mörkin milli raunveruleika og fantasíu?

GAME ON er loftfimleikasýning sem á sér stað í töfraheimi tölvuleikja og býður áhorfendum að hafa áhrif á söguna. Áhorfendur stýra þremur litríkum persónum er þær ferðast um sýndarveruleika fullan af bardögum, spennandi ævintýrum og ógnvænlegum skrímslum. Líkt og í tölvuleik býðst áhorfendum að taka þátt í að stýra ferðalaginu og hafa þannig áhrif á örlög persónanna. Munu persónurnar þrjár finna leið sína aftur til raunveruleikans með aðstoð áhorfenda eða munu þær týnast í eigin sýndarveruleika að eilífu?

Þessi loftfimleikasýning er full af húmor, nánd og fegurð þar sem listamennirnir klifra, dansa og falla um loftin umvafin silki. Með hreyfingu, lýsingu og tónlist verða allar víddir skoðaðar, lárétt og lóðrétt.

29. og 31. maí, kl. 20:00-21:00

Verð: 4.500 kr.

Lengd verks: 60 mínútur

Fyrir hvern: Fyrir alla aldurshópa, 6 ára og eldri.

Tungumál: Lítið talað mál (enska). Kunnátta ekki nauðsynleg til að skilja verkið.

Viðburðurinn er hluti af sirkuslistahátíðinni Flipp Festival 2025. Hátíðin er skipulögð af sirkuslistafélaginu Hringleik.

Flipp Festival er styrkt af Barnamenningarsjóð og Reykjavíkurborg.

Loftfimleikar: Alice Demurtas, Ástríður Ólafsdóttir, Lauren Charnow

Tónlistarmaður: Adam Switala

Ljósahönnun: Árnar Ingvarsson

Búningahönnun: Harpa Einarsdottir, Ástríður Ólafsdóttir

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger