Benjamín Gísli á einleiks tónleikaferðalagi um Ísland

Margar staðsetningar

19. - 26. júní

Miðaverð frá

3.500 kr.

Píanóleikarinn Benjamín Gísli leggur af stað í tónleikaferðalag um Ísland dagana 19. til 29. júní. Þar mun hann leika eigin tónsmíðar í bland við íslenskar dægurlagaperlur í eigin útsetningum.

Benjamín er einn af fremstu jazz píanóleikurum landsins og hefur vakið athygli fyrir sinn lagræna stíl, tilfinningaríka spilamennsku og fágaðan tón. Þótt hann sé jazzmenntaður nær tónlist hans langt út fyrir þá skilgreiningu—hún sameinar áhrif frá klassískri tónlist, kvikmyndatónlist og spunakenndum köflum í anda Keith Jarrett. Fyrir hann er píanóið ekki bara hljóðfæri, heldur leið til að kanna nýjar hugmyndir, miðla tilfinningum og skapa tengingu við áheyrendur. Tónlistin hans er síbreytileg, liggur einhverstaðar á milli forms og frelsis, hefða og nýsköpunar.  

Í vor lýkur hann mastersprófi frá hinum virta Tónlistarháskóla í Þrándheimi, NTNU. Meðfram náminu hefur hann verið virkur í bæði norsku- og íslensku tónlistarsenunni, meðal annars með Benjamín Gísli Trio, Bliss Quintet, Bento Box Trio og Tuva Halse Quintet. Árið 2023 sendi hann frá sér sína fyrstu plötu með tríóinu sínu, Line Of Thought, sem fékk frábærar viðtökur á erlendri grundu. Síðustu ár hefur tónlistin tekið hann víða um Evrópu, þar sem hann kemur reglulega fram á stórum djasshátíðum og klúbbum.  

Benjamín var valinn nú á dögunum til þess að spila fyrir konungsfjölskylduna í Noregi í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta. Hann hefur einnig hlotið úthultun úr Menningarsjóði Árna Scheving, sem veitt eru efnilegu íslensku jazz tónlistarfólki til framhaldsnáms erlendis. Benjamín er einn af stofnendum Fjordgata Records, plötuútgáfu í Þrándheimi sem gefur út upprennandi jazz tónlistarfólk í Noregi.  

Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

www.benjamíngísli.com

https://www.youtube.com/watch?v=Q5aBRUp9PQc

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger