© 2025 Tix Miðasala
Sinfóníuhljómsveit Íslands
•
25. september
Miðaverð frá
2.990 kr.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason
Einleikari: Anna Geniushene
Efnisskrá
Hildur Guðnadóttir For Petra I úr Tár
Pjotr Tsjajkovskíj Píanókonsert nr. 1
Daníel Bjarnason I Want To Be Alive - þríleikur fyrir hljómsveit - frumflutningur
Stórar spurningar um mennsku, vitund og samspil tækni og goðsagna liggja til grundvallar hljómsveitarverkinu I Want To Be Alive (Ég vil vera lifandi) eftir Daníel Bjarnason sem verður Íslandsfrumflutt á tónleikunum. Frumgerð upphafskaflans var flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2023 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Daníel endurskoðað kaflann frá grunni og bætt við tveimur nýjum þáttum.
Á tónleikunum leikur píanóleikarinn Anna Geniushene einn þekktasta og vinsælasta píanókonsert allra tíma, hinn kraftmikla og tilfinningaríka konsert nr. 1 eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Geniushene hefur á síðustu árum skotist upp á stjörnuhimininn, einkum eftir að hafa hreppt silfurverðlaunin í hinni virtu Cliburn píanókeppni árið 2022. Um þátttöku hennar þar hafði gagnrýnandi Musical America þetta að segja: „Algert orkubúnt með kraftmikinn persónuleika og fullkomna tækni...hélt þessum gagnrýnanda á sætisbrúninni“.
Kvikmyndin Tár, sem fjallar um raunir hljómsveitarstjórans Lydiu Tár, vakti mikla athygli árið 2022. Myndin skartaði vel þekktri sígildri tónlist og seiðandi kvikmyndatónlist Hildar Guðnadóttur, þar á meðal er hið kyrrláta og fallega verk For Petra I. Flutningurinn er góð upphitun fyrir aðra tónleika með verkum Hildar síðar á starfsárinu.
*Píanóleikarinn Eric Lu sem upphaflega átti að koma fram á tónleikunum hefur því miður þurft að afboða komu sína vegna óviðráðanlegra orsaka. Í hans stað mun Anna Geniushene leika píanókonsert Tsjajkovskíjs.