Tíminn líður hægt

Félagsheimili Hrunamanna

24. maí

Miðaverð frá

3.500 kr.

Tíminn líður hægt er tónlistarhátíð sem helguð er meistara Bob Dylan.

 Þetta er þriðja Dylan hátíðin sem aðstandendur hennar standa fyrir, að þessu sinni í flottu félagsheimili Hrunamanna að Flúðum. Fyrsta Dylan hátíðin var haldin á Skagaströnd (Veltandi steinn) og sú síðari í Iðnó í Reykjavík (Tímarnir líða og breytast).

Heiti hátíðarinnar í þetta sinn er sótt í lagið Time passes slowly á plötunni New morning sem út kom árið 1970. Lagið dregur upp mynd af friðsælu og nánast draumkenndu lífi í sveitinni (fjöllunum), þar sem ekkert þarf að gerast í flýti, andstæða hins hraðskreiða og krefjandi lífs sem flestir þekkja – og þá er viðeigandi að halda hátíðina á friðsælum Flúðum í Hrunamannahreppi.

Hátíðin er haldin á 84 ára afmælisdegi Dylan, 24. maí 2025. Hún hefst síðdegis á laugardegi með tónlistarflutningi og barsvari um líf og tónlist Dylan og um kvöldið heldur skipulögð tónlistardagskrá áfram.

Á sunnudeginum fer fram Dylan messa í Hrunakirkju en um messuhaldið sér sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur. Í messulok verður boðið upp á kaffi og margrómað bananabrauð að hætti Beatty Zimmerman, móður Dylans.

Meðal flytjenda sem koma fram eru:

* Slow train – er þekktasta og elsta starfandi Dylan band landsins.

* Chris Foster – er snillingur í þjóðlagatónlist sem hann flytur af mikilli fingrafimi og túlkun hans á perlum Dylans er einstök.

* Sverrisson Hotel – sem sérhæfir sig í engu og spilar allskonar, en hefur tekið ástfóstri við tónlist Dylan.

* Þrír englar og þreyttur hestur – stofnuð af áhugafólki um Bob Dylan og tekur fyrir minna þekkt lög og gerir að sínum.

* Sr. Henning Emil Magnússon – er einn af okkar helstu Dylan-sérfræðingum flytur gestum fróðleik á kvölddagskránni.

* Dulúð - dregur nafn sitt af fæðingarbæ Dylan og var stofnuð til að flytja hans tónlist aðallega.

* Gunk - gamalreyndir popparar sem nálgast Dylan í Bonham/ Zeppelin stíl

Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.

Dagskrá og nánara skipulag verður kynnt síðar – miðasala fer fram á Tix og við innganginn.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger