Sigga Guðna

Bæjarbíó

6. september

Miðaverð frá

6.990 kr.

Nú er blásið til tónlistarveislu. Sigga Guðna eða Sigríður Guðnadóttir söngkona heldur tónleika í Bæjarbíó 6.september 2025.

Það er ekki oft sem hún heldur tónleika sjálf og er því tækifæri að sjá hana á sviði með frábæru tónlistarfólki.

Sigga sló fyrst í gegn með Jet black Joe þegar hún söng lagið Freedom sem ennþá lifir mögnuðu lífi.

Hún hefur gefið út tvær sólóplötur og verða hennar uppáhaldslög af þeim diskum tekin, en auðvitað einnig lög sem hafa fylgt henni í gegnum tíðina.

Það verður svo sannarlega gestkvæmt því fram koma á tónleikunum magnaðir söngvarar.

Birgir Haraldsson (Gildrunni) , Páll Rósinkranz (jet black joe) og Grétar Matt.

Gospel raddsveitin, Djáknarnir koma einnig fram og trylla lýðinn.

Hljómsveit kvöldsins skartar frábærum tónlistarmönnum:  

Gítar: Sigurgeir Sigmundsson

Gítar og söngur: Grétar Matt

Bassi og raddir : Hálfdán Árnason

Trommur: Birgir Nielsen

Hammond/hljómborð og raddir: Birgir Þórisson 

Ekki missa af frábærum tónleikum, þessi kvöldstund verður eftirminnileg.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger