© 2025 Tix Miðasala
ARG viðburðir
•
30. maí
Miðaverð frá
6.500 kr.
Komdu og fagnaðu með okkur útgáfu Scream, þriðju breiðskífu Sycamore Tree, sem kemur út 30. maí!
Ágústa Eva og Gunni Hilmarsson hafa heillað Íslendinga með töfrandi melódíum og tilfinningaþrungnu poppi síðan árið 2016.
Sycamore Tree hafa gefið út 18 smáskífur sem náð hafa toppsætum á íslenskum útvarpslistum og skipa nú sér sess sem eitt ástsælasta tónlistar-dúó landsins.
Platan Scream markar nýjan kafla í tónlistarferli þeirra og inniheldur bæði ferska hljóma og djúpa tilfinningalega tjáningu. Á tónleikunum verður flutt glænýtt efni af plötunni í bland við eldri lögin sem við elskum.
Þetta verður kvöld fullt af tilfinningum, tónlist og listrænni orku. Við lofum ógleymanlegri upplifun fyrir bæði nýja og eldri aðdáendur.
Sjáumst 30. maí – taktu vini með og upplifðu Scream í beinni útsendingu!
Tónleikarnir hefjast kl 21:00, húsið opnar klst áður.
Forsala miða verður inn á tix.is og hefst 22. apríl