© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
7. júní
Miðaverð frá
11.990 kr.
KLÆDDU ÞIG Í ÞITT FÍNASTA PÚSS OG KOMDU AÐ DANSA!
DANSGALA 2025
Iceland Dance Festival kynnir í fyrsta sinn á Íslandi, Dansgala 2025, stærstu danssýningu og dansleik ársins. Viðburðurinn verður haldinn í Hörpu, Silfurbergi laugardaginn 7. júní næstkomandi. Þetta verður sannkölluð danshátíð, fyrir alla! Svo komdu, og njóttu þess að sjá framúrskarandi dansara á heimsmælikvarða stíga á stokk!
Frábær upplifun!
Kvöldið hefst á glæsilegri sýningu þar sem atvinnudansarar á heimsmælikvarða stíga á svið og sýna listir sínar í samkvæmisdönsum og argentínskum tangó.
Að sýningu lokinni breytist salurinn í dansgólf þar sem gestir fá að dansa sjálfir! Regína Ósk, Svenni Þór og Bjarni Ara taka lagið við undirleik hljómsveitar.
Meðal þeirra heimsþekktu dansara sem koma fram eru:
- Nikita Bazev & Hanna Rún ( Margfaldir Íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum)
- Joel Lopez & Kristina Bespechnova (Heims-og Evrópumeistarar latín dönsum)
- Marco Sirocchi & Dora Kilin ( Evrópumeistar í Ballroom dönsum)
- Björn Sverrir & Birgitta Dröfn (
- Hany Hadaya & Bryndís Halldórsdóttir
- og fleiri...
Regína Ósk og Svenni Þór stýra dagskrá kvöldins en listrænn stjórnandi danssýningarinnar er Adam Reeve. Hann er fyrrum heimsmeistari í samkvæmisdönsum en margir Íslendingar þekkja hann úr þáttunum Dans, dans, dans og Allir geta dansað þar sem hann gegndi sama hlutverki.
Tryggðu þér sæti áður en það verður uppselt!
Ekki láta þessa danshátíð framhjá þér fara, við lofum töfrum