Herramenn - XXXVII

Ljósheimar, Skagafirði

16. - 17. maí

Miðaverð frá

5.000 kr.

Á vormánuðum 2023 hélt hljómsveitin Herramenn tónleika í tilefni þess að 35 ár voru síðan fyrstu lög sveitarinnar voru gefin út. Þetta tókst einstaklega vel og því hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn með örlítið breyttu sniði.

Að þessu sinni verða tvennir tónleikar með mun persónulegra yfirbragði. Takmarkað framboð verður af miðum og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst. Við lofum skemmtilegri kvöldstund þar sem farið verður yfir lög sveitarinnar en einnig lög sem vinsæl voru á sveitaböllum hjá bandinu á þessum tíma. Rifjaðar verða upp skemmtilegar sögur, sannar og lognar.

Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast um kl. 21:00. En á laugardagskvöldinu er jafnvel í kortunum að seinka tónleikum þar til úrslitakvöldi Eurovision er lokið.

Hljómsveitina Herramenn skipa:

Árni Þór Þorbjörnsson, bassi

Birkir L. Guðmundsson Jullum, hljómborð

Karl Jónsson, trommur

Kristján Gíslason, söngur

Svavar Sigurðsson, gítar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger