The Rocky Horror Picture Show

Hof

9. - 10. maí

Miðaverð frá

4.900 kr.

Fyrir um 14 árum síðan var The Rocky Horror Show sýnd í Hofi, 14 árum síðar snýr hún aftur! Nýr leikhópur ný sviðsmynd og ný hljómsveit. 

Eftir frábært og vel heppnað sýningartímabil hjá Nemendafélaginu í FNV á Sauðárkróki í febrúar síðastliðnum förum við nú í Hof á Akureyri dagana 9.-10. maí næstkomandi! 

Söngleikurinn segir frá hinu fullkomna pari þeim Brad og Janet, sem verða fyrir því óláni að bíllinn þeirra bilar út á þjóðvegi. Þau leita skjóls í undarlegum og dularfullum kastala sem reynist vera heimili Frank N Furter, sérvitrings frá plánetunni Transilvaníu sem er í miðjum klíðum við að skapa hinn fullkomna mann, Rocky. Brad og Janet dragast inn í furðulegan kastala Frank N Furter sem er fullt af kynþokka og allskyns skrýtnum uppákomum. 

The Rocky Horror Show er eftir Richard O’Brien var frumsýnd árið 1973 í London og hefur síðan þá notið gífurlegrar vinsældar um allan heim. Árið 1975 var gerð hin sígilda kvikmynd The Rocky Horror Picture show sem á sér tryggan aðdáendahóp um allan heim. Nú gefst Norðurlandi tækifæri til að upplifa þessa ógleymanlegu sýningu sem snýr aftur! Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af. Komdu og finndu kynþokkan með okkur í Hofi! 

Leikstjóri: Eysteinn Ívar Guðbrandsson

Danshöfundur: Eydís Gauja Eiríksdóttir

Hljómsveit:

Sigvaldi Helgi Gunnarsson - Gítar og hljómsveitarstjórn

Snorri Örn Arnarson - Bassi og hljómsveitarstjórn

Ragnar Már Jónsson - Saxófónn

Pálmi Stefánsson - Trommur

Ásþór Björnsson - Hljómborð

Leikarar:

Ísak Agnarsson - Frank N Furter

Tómas Bjarki Guðmundsson - Brad

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir - Janet

Flóra Rún Haraldsdóttir - Magenta

Jörundur Örvar Árnason - Riff Raff

Steinunn Daníela Jóhannesdóttir - Columbia

Arna Ísabella Jóhannesdóttir - Columbia

Haraldur Már Rúnarsson - Eddie, Dr. Scott

Anton Einar Mikaelsson - Rocky

Henný Katrín Erlingsdóttir, Snædís Katrín Konráðsdóttir, Sigríður Kristín Guðmundsóttir, Bríet Bergdís Stefánsdóttir - Vofur Sindri Snær Ægisson, Reynir Öxndal Stefánsson - Sögumenn

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger