© 2025 Tix Miðasala
Aðventkirkjan
•
17. maí
Miðaverð frá
4.900 kr.
Það gleður okkur, í karlakórnum Kyrju, að bjóða hinn þekkta sænska karlakór, Svanholm Singers, velkominn til liðs við okkur á tónleikum í Aðventkirkjunni þann 17. maí!
Saman flytjum við efnisskrá tileinkaða Norðurlöndunum, frá sígildum verkum Edvards Griegs og Ola Gjeilo til glænýrra tónsmíða frá Grænlandi og víðar, með sérstaka áherslu á minnstu samfélög á jaðri hins byggilega heims. Margt sameinar þjóðir Íslands og Svíþjóðar en einkum ást okkar á söng. Því leiðum við hesta þessara nágranna saman og fögnum sameiginlegri söngmenningu.
Svanholm Singers, undir stjórn Sofiu Söderberg, er leiðandi afl í sænskri kórtónlist og hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Karlakórinn hefur einnig unnið með fjölda listamanna og flutt tónlist sína vítt og breitt um heiminn.
Kyrja er karlakór sem stofnaður var árið 2022 með það að markmiði að færa út kvíar kórtónlistar. Listrænir stjórnendur hópsins eru Philip Barkhudarov og Sólveig Sigurðardóttir.