© 2025 Tix Miðasala
Grímshús, Borgarnesi
•
9. maí
Miðaverð frá
4.900 kr.
Tónlistarkonan Soffía og spákonan Sigga Kling leiða saman hesta sína í Grímshúsi í Borgarnesi, föstudagskvöldið 9. maí.
Stórkostleg samsuða af göldróttri gleði og borgfirskri sveitatónlist sem þú vilt ekki missa af.
Soffía hefur verið áberandi í íslenskri tónlistarsenu frá því hún gaf út sína fyrstu plötu, sem heitir einfaldlega Soffía Björg. Lagið I Lie var mikið spilað á íslenskum útvarpsstöðvum og fékk góðar umfjallanir í erlendum tónlistarmiðlum. Í kjölfarið fékk hún nokkrar tilnefningar á Hlustendaverðlaununum og Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Síðan þá hefur Soffía gefið út plötuna The Company You Keep og nokkur lög þess á milli.
Lagið Bonafide sem hún söng með Krumma fór í toppsæti vinsældarlista Rásar 2 og annað lag sem ber að nefna er er endurgerð á lagi sem að amma hennar, Soffía Karlsdóttir gerði frægt hér á landi fyrir um 70 árum síðan. Hún söng Það er draumur að vera með dáta, en Soffía Björg gerði nýjan texta við lagið og hennar útgáfa heitir Draumur að fara í bæinn.
Lagið var nýlega flutt í þætti Gísla Marteins við frábærar undirtektir.
Síðustu misseri hafa nokkur lög af þriðju sólóplötu tónlistarkonunnar verið í sýningu á RÚV í þættinum Stúdíó RÚV. Platan er í vinnslu og mun ný tónlist líta dagsins ljós mjög fljótlega.
Sigga hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár sem spámiðill, skemmtikraftur, veislustjóri og bingóstjóri í partý-bingó. Að auki hafa námskeið hennar eins og „Húmor og hamingja“ hópefli, „Töfraðu fram lífið“ og „Orð eru álög“ verið eftirsótt.
Sigga Kling er lífskúnstner af guðs náð og með eindæmum jákvæð. Hún er uppalin á Snæfellsnesi og staðhæfir að orka Snæfellsjökuls hafi átt mikinn þátt í að efla andlega hæfileika hennar. Sigga er einstök og smitar og geislar af hamingju og gleði hvert sem hún fer ásamt því að bera út fallegan boðskap til allra sem á vegi hennar verða. Hún fær alla til að sjá fegurðina, gleðina og jákvæðnina í hversdagsleikanum og öðrum tilbrigðum lífsins.
Sigga Kling er einstaklega lifandi og litríkur karakter og trúir því að með jákvæðu hugarfari og staðhæfingum séu manneskjunni allir vegir færir.
Sigga hefur skrifað tvær bækur. Orð eru álög fjallar á einstakan hátt um mátt orðanna og jákvætt hugarfar. Í bókinni er lesendum kennt að breyta lífi sínu og fjölga gleði- og hamingjustundum. Einnig skrifaði Sigga bókina Töfraðu fram lífið þar sem hún leiðir lesendann í sannleikann um hvernig hægt er að töfra fram jákvæðni í lífið með réttum og uppbyggilegum hugsunum.
Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð.