© 2025 Tix Miðasala
Gamla Bíó
•
7. maí
Miðaverð frá
27.920 kr.
AI Summit Iceland „Ertu klár fyrir framtíðina?“
Taktu daginn frá!
Spennandi heilsdagsráðstefna í boði APRÓ, þar sem farið verður yfir allt sem þarf til að innleiða gervigreind í fyrirtækjarekstur á öruggan og farsælan hátt.
Þetta er einstakt tækifæri til að raunverulega skilja hvernig hægt er að nýta gervigreind til að auka virði og vöxt fyrirtækisins. Um er að ræða byltingarkennda breytingu á því hvernig er hægt er að byggja og þróa viðskiptalausnir sem fer langt fram úr getu núverandi tóla á borð við textasmíð eða skipulag.
Leiðandi sérfræðingar á sviði gervigreindar ásamt leiðtogum úr íslensku atvinnulífi verða með erindi. Farið verður yfir tæknilega eiginleika gervigreindar í viðskiptalausnum, veitt innsýn inn í tækifærin ásamt því að sýna dæmi frá velheppnuðum innleiðingum gervigreindar hjá fjölda fyrirtækja á Norðurlöndunum.
Með innleiðingu gervigreindar getur þú:
Aukið virði fyrirtækisins þíns
Opnað á nýja vaxtarmöguleika
Endurhugsað reksturinn og gripið ný tækifæri
Aukið samkeppnisforskot
Boðið verður upp á morgunkaffi, hádegisverð og tengsla viðburð að dagskrá lokinni.
VERTU KLÁR FYRIR FRAMTÍÐINA.
Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.aisummit.is/