Biggi Maus og Fríða Dís

Bæjarbíó

29. maí

Miðaverð frá

6.990 kr.

Biggi Maus & Fríða Dís í Bæjarbíó 

Á Uppstigningardag ætla Biggi Maus og Fríða Dís að halda sameiginlega tónleika í Bæjarbíó. Bæði hafa þau verið iðin við útgáfu nýrrar tónlistar upp á síðkastið. 

Bigga þarf vart að kynna en hann hóf tónlistarferil sinn ásamt indírokk hljómsveitinni Maus fyrir rúmum 30 árum síðan. Hans einstaka rödd og textasmíðar eru fyrir löngu orðin hluti af tónlistarmenningu þjóðarinnar. Fyrir 4 árum síðan endurlífgaði hann sólóferil sinn eftir nokkra ára hlé og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Biggi hefur nú raðað í kringum sig nýja tónleikasveit sem heitir MeMM. Norðanmennirnir Stefán Gunnars (bassi), bræðurnir Valli (trommur) og Halli Ómarssynir (gítar) og Þorsteinn Kári Guðmundsson (hljómborð, gítar og bakraddir) eru þekktir norðan heiða sem einstakir seiðkarlar. Með þessari nýju sveit sinni ætlar Biggi að spila valin lög af öllum ferli sínum. 

Fríða Dís er söngvaskáld sem hrinti sínum sólóferli af stað fyrir 5 árum síðan og hefur náð að skapa sér einstakan stíl. Áður starfaði hún m.a. með hljómsveitunum Klassart, Tabula Rasa og Eldar. Á þessum stutta tíma hefur hún gefið út þrjár breiðskífur fullar af seiðandi indírokktónlist undir draumkenndumn áhrifum frá sjöunda áratugi síðustu aldar. Tónlistin er drifin áfram af hráum en þéttum bassaleik þar sem undirmeðvitundin ræður ferðinni og leikgleðin er allsráðandi.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger