Maggi Eiríks 80 ára afmælistónleikar

Dægurflugan

14. september

Sala hefst

11. apríl 2025, 10:00

(eftir 6 daga)

Komdu og taktu þátt í einstökum tónlistarviðburði þar sem við fögnum ferli og arfleifð Magnúsar Eiríkssonar, eins ástsælasta texta, lagahöfundar landsins.

Framúrskarandi listamenn munu flytja lög Magnúsar með glæsibrag.

Magnús Eiríksson, fæddur 25. ágúst 1945 í Reykjavík, tónlistarmaður, lagahöfundur og textasmiður sem hefur haft mikil áhrif á íslenska tónlistarsögu. Hann er hvað þekktastur fyrir sínar einstöku texta og lagasmíðar sem hafa fundið sér sess í Íslenskri þjóðarsál og eru orðin partur af Íslenskri arfleið.

  • Á sjöunda áratugnum lék Magnús með hljómsveitum eins og Pónik og Blúskompaníinu. Hann vakti fyrst athygli sem lagahöfundur með Pónik, þar sem lög hans voru tekin upp í London árið 1966.

  • Árið 1976 kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Mannakorn, sem innihélt lög eins og "Einbúinn" og "Kontóristinn". Þessi plata sló í gegn og staðfesti stöðu Magnúsar sem einn fremsta lagahöfundar landsins. Í kjölfarið kom út aragrúa laga sem mörg hver eru orðin að klassík í íslenski dægurtónlist. Nægir þar að nefna lög eins og "Draumaprinsinn" í Flutningi Ragnhildar Gísladóttur, "Einhver staðar einhvertíma aftur" í flutningi Ellenar Kristjánsdóttur, "Óbyggðirnar kalla“ í flutningi KK og Magga og síðast en ekki síst "Ég er á leiðinni" með Brunaliðinu í flutningi Pálma Gunnarssonar.

  • Magnús hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir framlag sitt til tónlistar, þar á meðal heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 1999.

  • Árið 2024 var honum veitt fyrstur allra Þakkarorða íslenskrar tónlistar fyrir ævistarf sitt.

Þetta eru ómissandi tónleikar fyrir ómissandi fólk.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger