Kvöldstund á 78-snúningum

Landnámssetrið Borgarnesi

15. apríl

Miðaverð frá

2.000 kr.

Ingi Garðar Erlendsson og Trausti Jónsson ræða um íslensku 78-snúninga hljómplötuna, (auðvitað með feitum tóndæmum), allt frá þeirri elstu (hver var hún?) - til þeirrar síðustu (og hver var hún?). Við sögu koma einsöngvarar, kórar og auðvitað dægurtónlist eins og hún var og hét. Hverjar voru vinsælustu plöturnar - og vinsælustu listamennirnir? Hvaða plötur hafa alveg týnst og finnast ekki?

Átt þú þér eitthvert óskalag á 78-snúningum sem þú vilt endilega fá að heyra? Sé svo mátt þú stinga upp á því sem óskalagi - aldrei að vita nema það finnist. Öll tónlist leikin af upprunalegum hljómplötum. Tillögur að óskalagi sendist á trj@simnet.is  - merkt óskalag.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger