© 2025 Tix Miðasala
Bæjarbíó
•
26. júní
Sala hefst
10. apríl 2025, 10:00
(eftir 5 daga)
Björgvin Halldórsson er orðinn algjörlega ómissandi partur af Bæjar- og tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar og er eini listamaðurinn sem hefur alltaf tekið þátt í hátíðinni. Ekki nóg með það heldur hefur hann allt frá árinu 2017 opnað hátíðina með tónleikum í Bæjarbíói. Það er okkur því sannur heiður að bjóða Björgvin Halldórsson velkominn til okkar 9. árið í röð. Vel gert Björgvin!
Sérstakir gestir Björgvins í ár eru Krummi og Svala Björgvins.
Hljómsveit Björgvins skipa
Þórir Úlfarsson - Hljómborð
Jóhann Hjörleifsson - Trommur
Jón Elvar Hafsteinsson - Gítar
Friðrik Sturluson - Bassi