Páskaveisla í Eyrarbakkakirkju fyrir fjölskyldur og vini á öllum aldri

Eyrarbakkakirkja

19. apríl

Miðaverð frá

0 kr.

Laugardaginn fyrir Páskadag mun Valgeir Guðjónsson stíga á stokk með góðu föruneyti en það eru þau Joel Durksen gítarleikari og Kristrún Steingrímsdóttir söngkona.

Efnið er að stórum hluta af plötu hans Fuglakantötunni þar sem sungið er um fugla og smádýr í íslenskri náttúru sem á vel við þegar vor og sumar eru handan við hornið. Heimur þeirra er skoðaður með augum Jóhannesar úr Kötlum undir ljúfum lagasmíðum Valgeirs. Háttarlagi þessara merku vera og tenging þeirra við mannfólkið er lýst í kynningum á milli laga jafnt í orðum sem í látbragði.

Kæti en um leið fræðandi skemmtun er það sem málið snýst um.

Þetta er kjörið tækifæri til að heimsækja og gleðjast í okkar einstöku og sögulegu Eyrarbakkakirkju.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger