© 2025 Tix Miðasala
Dómkirkjan í Reykjavík
•
17. apríl
Miðaverð frá
0 kr.
Þennan fyrsta frídag Páskahátíðarinnar mun Valgeir Guðjónsson stíga á stokk með góðu föruneyti en það eru þau Joel Durksen gítarleikari og Kristrún Steingrímsdóttir söngkona.
Efnið er að stórum hluta af plötu hans Fuglakantötunni þar sem sungið er um fugla og smádýr í íslenskri náttúru sem á vel við þegar vor og sumar eru handan við hornið. Heimur þeirra er skoðaður með augum Jóhannesar úr Kötlum undir ljúfum lagasmíðum Valgeirs. Háttarlagi þessara merku vera og tenging þeirra við mannfólkið er lýst í kynningum á milli laga jafnt í orðum sem í látbragði.
Kæti en um leið fræðandi skemmtun er það sem málið snýst um.
Þetta er kjörið tækifæri til að heimsækja og gleðjast í okkar einstöku og sögulegu Dómkirkju í hjarta gamla miðbæjarins.
Þá má geta þess að þennan dag eru frí bílastæði í boði Borgarinnar.