Wacken Metal Battle 2025

10. maí

Miðaverð frá

3.500 kr.

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin 10. maí á hinum legendary tónleikastað Iðnó í Reykjavík.

Headliner kvöldsins: Power Paladin

Í ár keppa 7 sveitir í úrslitum og mun fjölskipuð alþjóðleg dómnefnd ásamt áhorfendum velja eina af þeim til þess að spila fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heims Wacken Open Air í sumar. Þar spilar hún fyrir mörg þúsund manns og tekur þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 31 annarri þjóð þar sem ansi rausnarleg verðlaun bíða efstu 5 sveitanna.

Sérstakir gestir verða hljómsveitirnar Power Paladin og Krownest.

Power Paladin hefur verið gjörsamlega að springa út síðustu misseri sem frábært tónleikaband. Frammistaða þeirra á Sátunni í fyrra vakti gríðarlega hrifningu og er enn umtöluð hjá þeim sem vitni urðu að en bandið hefur einmitt ekki komið fram á Íslandi síðan þá. Tónlistin er listilega framreiddur orkumálmur með samhentum gítarriffum og kraftmiklum hetjusöng í ætt við hið klassíska þungarokk en bandið gaf út sína fyrstu plötu 2022 á labelinu Atomic Fire Records, sem stofnað var af nokkrum lykilstarfsmönnum Nuclear Blast. Bandið er um þessar mundir einmitt að taka upp plötu nr. 2 og aldrei að vita nema við fáum að heyra einhver ný lög.

Krownest sigraði í WMB Iceland keppninni síðast fyrir 2 árum síðan og spiluðu því á Wacken hvar þeir lönduðu 7. sætinu í lokakeppni WMB. Bandið hefur verið gríðarlega stígandi með hverjum tónleikum sem þeir hafa spilað á og rifu þakið ofanaf kofanum á Sátunni 2024. Bandið gaf út sína fyrstu plötu í fullri lengd á haustmánuðum í fyrra, Von-Brigði, sem var gríðarlega vel tekið en útgáfutónleikar þeirra í nóvember voru algjör negla og eru enn umtalaðir í senunni. Ótrúlega björt framtíð hjá þessu bandi.

Húsið opnar kl. 18.30 og stíga Krownest á svið 19:00 og opna kvöldið með sprengju.

Þátttökusveitirnar í sjálfri WMB keppninni í ár verða kynntar innan tíðar en fjölskipuð alþjóðleg dómnefnd fer yfir umsóknirnar og velur þær sveitir sem munu koma fram live í keppninni.

Á keppninni hafa áhorfendur einnig atkvæðisrétt þannig að það er um að gera að mæta snemma og styðja sína sveit en atkvæðaseðlar verða afhentir við inngang.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/wmbiceland.Official og www.instagram.com/wmbiceland.Official/

Athugið að það er takmarkað magn miða á þennan viðburð og miðarnir munu fara hratt.

Styrktaraðilar keppninnar eru: Dordingull og Rás 2, en einnig Hljóðfærahúsið, Tónastöðin, Stúdíó Helvíti, Sundlaugin studíó og Xprent sem gefa vinninga í keppninni.

The Wacken Metal Battle will be fought at the legendary live venue Iðnó in Reykjavik, on Saturday 10. May

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger