© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
15. maí
Miðaverð frá
5.900 kr.
Fimmtudaginn 15. maí verður tónlistarmaðurinn Pétur Ben með sóló tónleika í Iðnó, einum fallegasta tónleikasal Reykjavíkur.
Nýverið gaf Pétur frá sér lagið The Great Big Warehouse in the Sky sem var tilnefnt sem lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2025. Pétur er þekktur fyrir ófyrirsjáanlegar og fjölbreyttar tónleikaupplifanir þar sem hann fléttar saman eigin ólíkum lagasmíðum við óvæntar og skemmtilegar ábreiður. Þar að auki mun Pétur taka lög af plötu sinni Painted Blue sem kemur út í haust. Að þessu sinni verður einstakur leynigestur með honum í för. Tónleikarnir verða sitjandi og því takmarkast sætafjöldi við 180.
Það er 18 ára aldurstakmark á þennan viðburð