© 2025 Tix Miðasala
Bíó Paradís
•
5. apríl
Miðaverð frá
3.500 kr.
Film Archive - Reynir Oddsson
Reynir Oddsson (f. 1936) leiddi stórar breytingar í íslenskri kvikmyndagerð á 7. áratug síðustu aldar. Hann lærði leiklist og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum og London og var með allra fyrstu Íslendingum til að mennta sig í kvikmyndagerð. Myndir Reynis slógu nýjan og ferskan tón sem átti eftir að óma á sjöunda og áttunda áratugnum og breyta miklu í efnistökum og fagurfræði íslenskra kvikmynda. Ein merkasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu var Morðsaga (1977), þar sem Reynir sótti mikinn innblástur til frönsku nýbylgjunnar og reif í sig heimilislíf íslenskra efri stétta með markvissri fagurfræði og krefjandi kynjapólitík. Myndin var síðasta leikna myndin í fullri lengd sem gerð var fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs.
Slys (1962)
Slys er einstök heimildamynd eftir Reyni Odsson. Hún er hans fyrsta verk og markar þá upphaf íslenskrar nýbylgju í kvikmyndagerð. Hún er svarthvít, án talaðs máls og segir frá slysi sem ung stúlka lendir í. Myndinni var mikið hampað þegar hún kom út og fjölmiðlar voru á því að loksins væri íslenskur listamaður í kvikmyndagerð kominn fram.
Flug 401 (1966)
Heimildamynd um störf flugfreyja í flugi til New York, mynd með feminíska undirtóna og nýbylgjulega fagurfræði. Einstök mynd í íslenskri kvikmyndagerð. Reynir gerði Flug 401 fyrir Loftleiði árið 1966 þar sem fylgt er eftir flugfreyjum í flugi til New York sem og lífi þeirra í borginni fyrir heimflugið. Myndin er lýsir því sem hún á að gera en vinnur á sama tíma með hugmyndir kvenfrelsis og femínisma og minnir oft á kvikmyndir frönsku nýbylgjunnar, til að mynda Cleo frá 5 til 7 (Varda, 1962).
Sýningin er í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands