Film Archive - Ósvaldur Knudsen

Bíó Paradís

7. apríl

Miðaverð frá

3.500 kr.

Sýningin er í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands

Fyrir sýninguna verða sýndar einstakar myndir af Ósvaldi Knudsen við störf og Gunnar Tómas Kristófersson sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands kynnir kvikmyndagerð Ósvalds.

Ósvaldur Knudsen (1899 – 1975)

Ósvaldur Knudsen hóf ekki kvikmyndagerð fyrr en hann var kominn hátt á fimmtugsaldur. Hann hafði verið málarameistari og rekið eigið fyrirtæki þegar hann eignaðist sína fyrstu kvikmyndatökuvél. Eftir að fyrsta myndin hans kom út, um eldgosið í Heklu árið 1947, héldu Ósvaldi engin bönd og varð hann einn af duglegustu kvikmyndagerðarmönnum þjóðarinnar. Kvikmyndaferill Ósvalds hefur ekki fengið mikla umfjöllun og á þessari sýningu verða tvær af hans áhugaverðustu myndum sýndar. Í þeim báðum vann hann með raftónlistarmanninum Magnúsi Blöndal og skapar með honum dulúðlegan heim fullan af leyndardómum og kröftum að handan.

Sveitin milli sanda (1964)

Sveitin milli sanda er ekki síst þekkt fyrir seiðandi söng goðsagnarinnar Ellýjar Vilhjálms sem ljær Öræfasveit einstakan blæ með rödd sinni við lag Magnúsar Blöndal. Myndin sýnir okkur lífið í afskekktri sveit á milli tveggja jökulfljóta undir Vatnajökli og störf fólksins sem dregur fram lífið þar.

Eldur í Heimaey (1974)

Hin myndin er átakanleg, falleg og kraftmikil lýsing á eldgosinu sem hófst í janúar árið 1973 á Heimaey og neyddi alla 5000 íbúa bæjarins til að flýja í land á meðan eldfjallið kaffærði bæinn í ösku og hrauni. Myndin sýnir kraft gossins, samtakamátt fólks við að bjarga Vestmannaeyingum í land og eignum þeirra eins og mögulegt var og svo uppbygginguna eftir gos.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger