Með allt á hreinu - Leikfélag Flensborgarskóla

Íþróttahúsið í Víðistaðaskóla

4. - 5. apríl

Miðaverð frá

2.000 kr.

Leikfélag Flensborgarskólans kynnir með stolti söngleikinn Með allt á hreinu. Leikstjóri er Gunnar Björn Gunnarsson

"Með allt á hreinu" er söngleikur byggður á samnefndri kvikmynd sem kom út árið 1982 og hefur lifað góðu lífi síðan. 

Söngleikurinn fjallar um baráttu Stuðmanna og Gæranna um sveitaballamarkaðinn á Íslandi. Þær keppast sín á milli um að fá bestu giggin í hinum ýmsu bæjarfélögum á Íslandi, og lenda í ýmsu. 

Með allt á hreinu er stórskemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna enda þekkjum við flest lög þessara tveggja hljómsveita. Tónlistin eru ekki að verri endanum þar sem perlur Stuðmanna og Gæranna fá að hljóma í flutningi leikhópsins. 

Ekki missa af og taktu mömmu, pabba, afa, ömmu, frænda, frænku, vini og vinkonur með! Þetta verður gaman! 

Sýningar fara fram í Íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla, Hafnarfirði og eru dagana 4. og 5. apríl n.k.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger