Duo Ingolfsson-Stoupel

Hannesarholt

15. júní

Miðaverð frá

5.900 kr.

Duo Ingolfsson-Stoupel mæta í Hannesarholt með einstaka tónleika.

Fiðluleikarinn Judith Ingolfsson og píanóleikarinn Vladimir Stoupel skipa Duo Ingolfsson-Stoupel. Þau hafa vakið alþjóðlega athygli fyrir sannfærandi túlkanir, nýstárlegt tónverkaval og listræna tjáningu. Judith og Vladimir skapa tónleikaupplifanir sem endurspegla reynslu þeirra sem lofaðir einleikarar og gefa til kynna djúpstæðan skilning á tónlistinni og tilfinnilegalegt innsæi. Duo Ingolfsson-Stoupel hafa spilað í virtum tónleikasölum um allan heim, til að mynda í Konzerthaus Berlin, tónleikahátíðinni í Slésvík og Holtsetalandi, Brandenburgische Sommerkonzerte og „Voix Etouffées“ hátíðinni í París. Í Bandaríkum Norður Ameríku hafa þau komið fram í National Gallery of Art í Washington D.C., Bargemusic í New York, and Music in Corrales in New Mexico ofl. Verkefni þeirra, „Concert-Centenaire“ sem skoðar franska tónlist frá Belle Epoque tímabilinu til millistríðsáranna, hefur fengið lofsamlega dóma meðal annars tilnefningu til International Classic Music Awards. Þau hafa tekið upp þó nokkrar plötur til dæmis, En Hommage: Simon Laks, Concert-Centenaire (þriggja geisladiskasafn með tónlist eftir Fauré, Magnard, Stephan og Vierne), Blues, Blanc, Rouge (sónötur eftir Ravel, Poulenc og Ferroud). Nýjasta útgáfa þeirra er upptaka af fiðlu og lágfiðlu sónötum eftir Rebecca Clarke og fiðlu sónötur eftir Rathaus, Tiessen og Arma. Judith og Vladimir eru einnig listrænir stjórnendur „Aigues-Vives en Musiques“ tónlistarhátíðarinnar í Frakklandi og „Last Rose of Summer“ hátíðarinnar í Berlín. Þau hafa bæði verið sæmd heiðursorðu Frakklands, Chevalier de l´Ordre des Arts et des Lettres fyrir framlag þeirra til tónlistar. Tæknileg snilligáfa, tilfinnilegt innsæi og sameiginleg ástríða fyrir frásögn í gegnum tónlist heillar áhorfendur um allan heim.

Frekari upplýsingar um tónleikana á ensku. 

Simon Laks (1901-1983)

Trois Pièces de concert (1933)

(Reconstructed by Judith Ingolfsson, 2008)

1. Prélude varié 2. Romance. 3. Mouvement perpétuel

Olivier Messiaen (1908-1992)

Louange à l’Éternité de Jésus

(from the Quartet for the End of Time, 1941)

Maurice Ravel (1875-1937)

Sonata for Violin et Piano (1927)

1. Allegretto. 2. Blues. Moderato. 3. Perpetuum mobile

– Intermission –

Ludwig van Beethoven (1770-1827)

Sonata for Violin et Piano No. 10, Op. 96

1. Allegro moderato. 2. Adagio espressivo. 3. Scherzo. Allegro. 4. Poco Allegretto

Maurice Ravel (1875-1937)

Tzigane for Violin et Piano (1924)

Judith Ingolfsson, Violin

Vladimir Stoupel, Piano

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger