© 2025 Tix Miðasala
Hannesarholt
•
13. júní
Miðaverð frá
4.900 kr.
Á 10 árum hefur Ingi Bjarni gefið út 7 plötur! Ýmislegt hefur gerst hjá honum sem tónlistarmanni og manneskju á þessum 10 árum. En fyrsta plata hans, Skarkali, verður samt alltaf mikilvægur hornsteinn í tónlistarþroska hans. Skarkali kom út í júlí 2015 og voru haldnir útgáfutónleikar í Hannesarholti. Nú í sumar er 10 ára útgáfuafmæli plötunnar og verður hún flutt í heild sinni í Hannesarholti af því tilefni. Með í för verða Valdimar Olgeirsson á bassa og Óskar Kjartansson á trommur, en þeir spiluðu einmitt með á plötunni Skarkali og á útgáfutónleikunum fyrir 10 árum.
Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda tónlistarfólks á Íslandi, í Japan og í Evrópu, gefið út nótnabækur o.s.frv. Hann hefur hlotið talsverða athygli og viðurkenningu fyrir plötur sínar, en þær hafa allar fengið jákvæða gagnrýni í erlendum miðlum. Á íslensku tónlistarverðlaununum 2025 hlaut hann verðlaun fyrir jazzlag ársins 2024. Einnig var hann tilnefndur sem jazzflytjandi ársins og fyrir jazzplötu ársins.