10 ára Skarkali

Hannesarholt

13. júní

Miðaverð frá

4.900 kr.

Á 10 árum hefur Ingi Bjarni gefið út 7 plötur! Ýmislegt hefur gerst hjá honum sem tónlistarmanni og manneskju á þessum 10 árum. En fyrsta plata hans, Skarkali, verður samt alltaf mikilvægur hornsteinn í tónlistarþroska hans. Skarkali kom út í júlí 2015 og voru haldnir útgáfutónleikar í Hannesarholti. Nú í sumar er 10 ára útgáfuafmæli plötunnar og verður hún flutt í heild sinni í Hannesarholti af því tilefni. Með í för verða Valdimar Olgeirsson á bassa og Óskar Kjartansson á trommur, en þeir spiluðu einmitt með á plötunni Skarkali og á útgáfutónleikunum fyrir 10 árum.

Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda tónlistarfólks á Íslandi, í Japan og í Evrópu, gefið út nótnabækur o.s.frv. Hann hefur hlotið talsverða athygli og viðurkenningu fyrir plötur sínar, en þær hafa allar fengið jákvæða gagnrýni í erlendum miðlum. Á íslensku tónlistarverðlaununum 2025 hlaut hann verðlaun fyrir jazzlag ársins 2024. Einnig var hann tilnefndur sem jazzflytjandi ársins og fyrir jazzplötu ársins.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger