© 2025 Tix Miðasala
Bíó Paradís
•
6. apríl
Miðaverð frá
1.000 kr.
Waves: Kvikmyndasýning til heiðurs Ásgeiri H Ingólfssyni.
Ásgeir H Ingólfsson var einstakur menningarrýnir og framlag hans til íslenskar kvikmyndaumræðu og menningarumræðu almennt átti sér fáar hliðstæður. Ásgeir var gagnrýnandi, blaðamaður ljóðskáld, bókmenntafræðingur og hélt úti menningarblogginu Menningarsmygl frá Prag þar sem hann var búsettur. Ásgeir var fastagestur í kvikmyndahúsum og á kvikmyndahátíðum landsins en Ásgeir lést skyndilega eftir stutt veikindi síðastliðinn janúar. Sérstök söfnunarsýning á tékknesku kvikmyndinni Waves eftir Jirí Mádl verður haldin sunnudaginn 6.apríl klukkan 14.30 en allur ágóði af seldum miðum rennur í sjóð tileinkuðum ævistarfi Ásgeirs.
"Við þurfum að smygla orðum, hugsunum og menningu yfir landamæri, á milli sálna, á milli okkar. Á milli okkar og hinna, hverjir sem hinir kunna að vera. Við þurfum að tala saman og skrifast á og hvíslast á." Ásgeir H Ingólfsson.
Um kvikmyndina:
Myndin segir frá tveimur bræðrum sem flækjast inn í raunverulega atburði í kringum hóp fréttamanna á alþjóðlegri ritstjórn Tékkóslóvakíska útvarpsins á árunum 1967-1968. Persónur myndarinnar eru byggðar á raunverulegum meðlimum ritstjórnar International Life, undir forystu Milan Weiner.
Allur ágóði miðasölu rennur í Minningarsjóð Ásgeirs Ingólfssonar