Stöndum saman

Rauða Húsið, Eyrarbakka

7 sýningar

Miðaverð frá

3.900 kr.

Hvað gerist þegar ungt par stígur inn í heim fullorðinna með allar sínar vonir og drauma – en líka óvæntar áskoranir? Söng- og gleðileikurinn Stöndum saman eftir Huldu Ólafsdóttur tekur á þessu með stórskemmtilegri blöndu af dramatík, gleði og miklum húmor!

Leikritið var fyrst sýnt við miklar vinsældir árið 1993 á veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík, en nú hefur höfundurinn – sem jafnframt er leikstjóri – gefið því ferskt og nútímalegt yfirbragð með nýjum áherslum og breyttum persónum.

Í sýningunni eru margir af bestu slögurum fortíðar fluttir í glænýjum búningi með skemmtilegum textum sem fá bæði hlátur og tilfinningar til að flæða! Sýnt er í veislusal Rauða hússins á annarri hæð, þar sem veitingastaðurinn býður upp á girnilegt leikhústilboð fyrir gesti.

Frábær tónlist, stórskemmtileg saga og ógleymanlegt kvöld!

Ekki missa af þessari sprengju af gleði og fjöri!

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger