Eyþór Ingi & Savanna Woods ásamt hljómsveit

Bæjarbíó

24. apríl

Miðaverð frá

6.900 kr.

Eyþór Ingi og Savanna Woods leiða saman hesta sína í Bæjarbíói þann 24.apríl. 

Savanna er bæði söngkona og lagahöfundur frá Seattle. Hún er bæði þekkt fyrir sínar eigin lagasmíðar og ásamt rokksveitinni Eden. Savanna vakti fyrst athygli þegar hún keppti í Amerísku þáttaröðinni Voice en þar var hún í Kelly Clarkson liðinu. Þar vakti hún athygli fyrir kraftmikinn "höskí " rokkaðann og sjarmerandi tón. Í þáttaröðinni flutti hún lög eins Zombie með The Cranberries og Seattle slagarann Black Hole sun (Soundgarden) og gerði það afburða vel. 

Eyþór ættu heimamenn að þekkja en hann hefur oft vakið athygli fyrir kraftmikinn söng og léttann húmor. Á þessum tónleikum koma þau fram ásamt dúndur hljómsveit og ætla að taka fyrir kraftmikla gæsahúðaslagara í bland við eigin lög. 

Trommur: Benni Brynleifs 

Bassi: Ingi Björn Ingasson 

Gítar : Óskar Logi (Vintage Caravan)

Gítar og söngur: Eyþór Ingi, Savanna Woods

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger