© 2025 Tix Miðasala
Ægir Hafnarfirði
•
9. - 10. maí
Miðaverð frá
5.990 kr.
Hjálmar eru að margra mati ein besta tónleikahljómsveit landsins. Hljómsveitin hefur nú verið starfandi í rúm 20 ár og hefur aldrei verið betri. Ægir 220 er sömuleiðis einn besti tónleikastaður Stór-Hafnarfjarðarsvæðisins og er næsta víst að þetta kombó verði B-O-B-A. Dans verður leyfilegur þetta kvöld, og jafnvel til þess gert svæði sneytt stólum og borðum. Það mætti hugsanlega segja Hjálmaball, en förum varlega með flokkun. Eitt er þó víst - að enginn verður svikinn af Hjálmum á Ægi. Hjálmar í Heimahöfn!
Hjálmar eru þekktir fyrir að vera eitt albesta tónleikaband hér á landi og það má því búast við frábærum tónleikum. Sveitina skipa þeir Guðmundur Kristinn Jónsson, Helgi Svavar Helgason, Sigurður Guðmundsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Þorsteinn Einarsson.