Hjálmar á Ægi 220

Ægir Hafnarfirði

9. - 10. maí

Miðaverð frá

5.990 kr.

Hjálmar eru að margra mati ein besta tónleikahljómsveit landsins. Hljómsveitin hefur nú verið starfandi í rúm 20 ár og hefur aldrei verið betri. Ægir 220 er sömuleiðis einn besti tónleikastaður Stór-Hafnarfjarðarsvæðisins og er næsta víst að þetta kombó verði B-O-B-A. Dans verður leyfilegur þetta kvöld, og jafnvel til þess gert svæði sneytt stólum og borðum. Það mætti hugsanlega segja Hjálmaball, en förum varlega með flokkun. Eitt er þó víst - að enginn verður svikinn af Hjálmum á Ægi. Hjálmar í Heimahöfn!

Hjálmar eru þekktir fyrir að vera eitt albesta tónleikaband hér á landi og það má því búast við frábærum tónleikum. Sveitina skipa þeir Guðmundur Kristinn Jónsson, Helgi Svavar Helgason, Sigurður Guðmundsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Þorsteinn Einarsson.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger