© 2025 Tix Miðasala
Bíó Paradís
•
10. apríl
Miðaverð frá
2.790 kr.
Alzheimersamtökin í samstarfi við framleiðendur Human forever standa að sýningu þessarar einstöku heimildamyndar í Bíó Paradís.
Hinn 24 ára gamli mannúðar- og aðgerðasinni Teun Toebes er í leiðangri að bæta lífsgæði fólks með heilabilun. Hann hafði búið á deildum hjúkrunarheimila ætluðum fólki með heilabilun í mörg ár þegar hann ákvað að taka verkefni sitt á næsta stig. Á ævintýralegri þriggja ára ferð um fjóra heimsálfur og ellefu lönd leiðir Teun þig í einlæga og áhrifamikla leit að svörum um framtíðina.
„Við viljum sýna dýpri og fjölbreyttari mynd af heilabilun, sögð eða sýnd af fólki með heilabilun.“ segir Teun. Saman með góðum vini sínum og kvikmyndagerðarmanni, Jonathan de Jong, kannar Teun Toebes hvernig þjóðir takast á við heilabilun og hvað við getum lært hvert af öðru til að gera framtíðina betri. „Þar sem fjöldi fólks með heilabilun mun tvöfaldast á næstu 20 árum, er þessi leit ekki spurning heldur nauðsyn,“ fullyrðir hann.
Human Forever hefur vakið mikla athygli um allan heim.
Jonathan de Jong mun koma hingað til lands og vera viðstaddur sýningu myndarinnar. Hann mun segja stuttlega frá ferlinu og svara spurningum úr sal.
Myndin er á hollensku og ensku en með íslenskum texta.